Hoppa yfir valmynd
6. október 2022 Utanríkisráðuneytið

Malaví: Stutt heimildamynd um árangur á sviði mæðra- og ungbarnaverndar

Sendiráði Íslands í Lilongwe var á dögunum boðið að halda kynningu á starfi sínu á sviði mæðra- og ungbarnaverndar í Malaví á alþjóðlegri Rótarý-ráðstefnu, þeirri fyrstu sem haldin er á Íslandi. Ein af áherslunum á þinginu var “Björgum mæðrum og börnum þeirra”. Sendiráðið þáði boðið og útbjó stutta heimildamynd um þann árangur sem náðst hefur á sviði mæðra- og ungbarnaverndar með eflingu grunnþjónustu og innviða í Mangochi héraði sem sýnd var gestum ráðstefnunnar.

Við undirbúning á heimildamyndinni fóru fulltrúar sendiráðsins á vettvang í fylgd Dr. Chimwemwe Thambo, héraðslæknisins í Mangochi, og skoðuðu nýju fæðingardeildina við héraðssjúkrahúsið sem byggð var 2019 með fjárhagslegum stuðningi frá Íslandi en hún jafnframt sú stærsta í héraðinu. Fulltrúar sendiráðsins ræddu við framlínufólk á sjúkrahúsinu og heimsóttu auk fæðingadeildarinnar mistöð sem er tileinkuð mæðra- og ungbarnaverd sem einnig var byggð með fjárhagslegum stuðningi frá Íslandi.

Þegar kemur að uppbyggingu heilbrigðismála Mangochi er sérstök áhersla lögð á á mæðra- og ungbarnaheilsu en í Malaví er eitt hæsta hlutfall mæðradauða í heiminum. Opnun fæðingardeildarinnar markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins, því í fyrra hlutu heilbrigðisyfirvöld í Mangochi verðlaun fyrir þann framúrskarandi árangur sem náðst hefur í þjónustu við mæður og börn. Stuðningurinn frá Íslandi hefur skilað sér í mælanlegum árangri, meðal annars í lækkandi mæðradauða og hækkandi bólusetningarhlutfalli barna yngri en eins árs.

Á grafísku myndinni má sjá árángurinn sem náðst hefur í gegnum verkefnin í Mangochi frá árinu 2012.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
6. Hreint vatn og hreint
5. Jafnrétti kynjanna
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta