Hoppa yfir valmynd
12. september 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing um mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk

Öryrkjabandalag Íslands, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum standa sameiginlega að málþingi um mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk, innleiðingu hans og eftirliti. Málþingið fer fram í Hörpu í Reykjavík 11. október næstkomandi.

Málþingið hefst með ávarpi Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra en síðan flytja erindi innlendir og erlendir forráðamenn og sérfræðingar á þessum sviðum.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ásamt valfrjálsri bókun var undirritaður fyrir hönd íslenska ríkisins 30. mars 2007 og samkvæmt áætlun innanríkisráðuneytisins stendur til að innleiða hann hér á landi árið 2013.

Málþingið verður sem fyrr segir haldið fimmtudaginn 11. október 2012 kl. 9-16 í Silfurbergi í Hörpu. Nánari upplýsingar og dagskrá má sjá hér.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta