Hoppa yfir valmynd
19. október 2018

Orkumál í brennidepli á ársfundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE.

Benedikt Höskuldsson, aðalsérfræðingur samstarfsmála hjá SE4All - mynd

Samstarf einkafyrirtækja og hins opinbera á sviði orkumála var á meðal viðfangsefna á ársfundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE (Economic and Environmental Dimension Meeting) 15. – 16. október 2018, í Vínarborg. Var fundurinn helgaður orkumálum, ekki síst endurnýjanlegri orku. Benedikt Höskuldsson, sérfræðingur hjá SEforAll (Lead Partnership Specialist, SEforALL), var á meðal framsögumanna og fjallaði hann um samstarf opinberra og einkaaðila í þágu góðar stjórnunar og nýsköpunar í orkumálum (Public-private partnerships for good governance and innovation in the energy sector). Efnahags- og umhverfismál eru ein af þremur víddum ÖSE og er þar leitast við að stuðla að að öryggi í álfunni með sjálfbærri þróun og efnahagssamstarfi. Orkuöryggi er einn af lykilþáttum í því.

Benedikt hefur síðastliðin tvö ár farið fyrir samstarfsvettvangi SE4All um gerð samstarfssamninga við stór alþjóðleg orkufyrirtæki í þágu 7. heimsmarkmiðs SÞ. Í ræðu sinni tók hann dæmi af starfsemi og áherslum SEforALL í sextán ríkjum sunnan Sahara í Afríku. Fram kom, að í nýrri vinnuáætlun SEforALL um aukið orkuaðgengi í álfunni væri einkageiranum ætlað sérstakt hlutverk á vettvangi stofnunarinnar við að veita þarlendum stjórnvöldum ráð um uppbyggingu nýrra orkumarkaða. Í þessu samhengi kom það fram að SEforALL er að setja á fót nýjan samstarfsvettvang (Electrification Accelerator) þar sem saman koma alþjóðleg orkufyrirtæki, lítil og meðalstór orkufyrirtæki, sem bjóða upp á afmarkaða orkuþjónustu í dreifbýli, o. fl. sem munu vinna að sameiginlegum verkefnum við eflingu orkumarkaða í álfunni. Aðildarríki ÖSE gætu nýtt sér samstarfsmódel SEforAll.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta