Hoppa yfir valmynd
18. desember 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Unnt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til og með 5. janúar næstkomandi.

Breytingin varðar reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 og eru með henni innleiddar þrjár gerðir sem sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Einnig er reglugerðinni breytt með tilliti til 19. gr. EB-reglugerðar nr. 661/2009 en þar kemur fram að frá og með 1. nóvember 2014 skuli falla úr gildi 48 nánar tilgreindar eldri gerðir.

Þá fela drögin að breytingunum í sér atriði sem Samgöngustofa hefur metið sem svo að tilefni sé til að breyta, svo sem varðandi kröfur um hliðarvörn á vörubílum og eftirvögnum, um breytingar á bíl í rafbíl, skýrari skilgreiningar á upplýsingamerki eða auglýsingaskilti á bílum og fleiri atriði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta