Drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar
Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Unnt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til og með 5. janúar næstkomandi.
Breytingin varðar reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 og eru með henni innleiddar þrjár gerðir sem sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Einnig er reglugerðinni breytt með tilliti til 19. gr. EB-reglugerðar nr. 661/2009 en þar kemur fram að frá og með 1. nóvember 2014 skuli falla úr gildi 48 nánar tilgreindar eldri gerðir.
Þá fela drögin að breytingunum í sér atriði sem Samgöngustofa hefur metið sem svo að tilefni sé til að breyta, svo sem varðandi kröfur um hliðarvörn á vörubílum og eftirvögnum, um breytingar á bíl í rafbíl, skýrari skilgreiningar á upplýsingamerki eða auglýsingaskilti á bílum og fleiri atriði.