COVID-19: Spurt og svarað um grímunotkun
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum sem felur í sér verulegar tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum tók gildi í dag. Með reglugerðinni hefur til að mynda verið slakað til muna á kröfum um grímuskyldu sem hefur m.a. verið felld niður í verslunum og á vinnustöðum. Þó er skylt að bera grímu við tilteknar aðstæður. Til leiðbeiningar hefur heilbrigðisráðuneytið tekið saman spurningar og svör um grímunotkun, hvenær þurfi að bera grímu og hvenær ekki, sem fólk er hvatt til að kynna sér. (Ath! leiðbeiningarnar hafa verið teknar úr birtingu samhliða því að grímuskyldu hefur verið aflétt frá og með 26. júní 2021) .