Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Danski atvinnumálaráðherrann í heimsókn

Claus Hjort Frederiksen og Jóhanna Sigurðardóttir

Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, og Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, ræddu ýmis málefni á sviði velferðar- og vinnumála á fundi í morgun. Ráðherrann er í stuttri heimsókn til þess að kynna sér þessi mál á Íslandi. Ráðherrarnir ræddu sérstaklega um starfsendurhæfingarmál, þátttöku eldra fólks á vinnumarkaði og málefni innflytjenda og erlendra ríkisborgara sem starfa hér á landi.

Auk fundar með ráðherra og sérfræðingum félags- og tryggingamálaráðuneytisins mun Frederiksen hitta fulltrúa frá Vinnumálastofnun og innflytjendaráði, heimsækja Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Á morgun fer hann til Akureyrar þar sem hann heimsækir meðal annars Alþjóðastofu Norðurlands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, auk þess sem hann skoðar Fjölsmiðjuna og kynnir sér fyrirkomulag starfsendurhæfingar og starfsemi á vegum Fjölmenningarseturs á Austurlandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta