Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Skipun starfshóps um gerð bókmenningarstefnu

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um gerð bókmenningarstefnu þar sem íslensk bókaútgáfa og aðstæður hennar verða skoðaðar. Tryggja þarf að áfram komi út fjölbreytt úrval bóka á íslensku og tryggt verði að áfram verði kleift að gefa hérlendis út vönduð fræðirit og kennsluefni.

Starfshópurinn skal skila tillögum um:

  • hvernig stuðningskerfi rithöfunda sé best háttað,
  • námsbækur og hvernig útgáfu þeirra sé best háttað,
  • rafrænt lesefni og hljóðbækur,
  • útgáfu barnabóka með sérstöku tilliti til myndskreyttra- og léttlestrarbóka,
  • hvernig auka megi kaup safna á bókakosti,
  • annað sem starfshópurinn telur brýnt í þessu skyni. 

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Kristrún Lind Birgisdóttir formaður, skipuð án tilnefningar
  • Páll Valsson, skipaður án tilnefningar,
  • Egill Örn Jóhannsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda,
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands,
  • Salka Guðmundsdóttir, tilnefnd af Miðstöð íslenskra bókmennta,
  • Jón Yngvi Jóhannsson, tilnefndur af Hagþenki,
  • Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Í skipunarbréfi er mælst er til þess að starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar en 1. desember 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta