Fjölgun farþega og gistinótta
Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar milli ára sem og gistinóttum á hótelum.
Í september fjölgaði gistinóttum á hótelum um 13,4% milli ára. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 92.900 en voru 81.900 á árinu 2004. Mest aukning varð á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900 (22,8%). Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 53.700 í 64.600 eða um 20%. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum. Á Austurlandi um tæp 12%, á Norðurlandi um tæp 7% og á Suðurlandi um tæp 6%.
Frá áramótum hafa rúmlega 1,4 milljónir farþega farið um Keflavíkurflugvöll og nemur fjölgunin um 11% á milli ára. Í október fjölgaði farþegum sem fóru um völlin num 9%, samanborið við október í fyrra.