Hoppa yfir valmynd
3. október 2014 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 55/2014  úrskurður 3. október 2014

Mannanafnanefnd-úrskurðir

 


 

                 Mál nr. 55/2014                     

Eiginnafn:      Lady

 

 

                                               

 

Hinn 3. október 2014 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 55/2014 en erindið barst nefndinni 24. júní:

Um rétt aðila máls til endurupptöku fer eftir ákvæðum 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar um endurupptöku.

Ekkert er fram komið sem bendir til þess að úrskurður mannanafnanefndar í máli 37/2013 um eiginnafnið Lady hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik né að hann hafi byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin. Skilyrði til endurupptöku málsins, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eru því ekki fyrir hendi.

Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann mannanafnanefnd eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Skylda til slíks veltur þó, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Ekkert er fram komið um að slíkur ágalli hafi verið á fyrri úrskurði nefndarinnar. 

Úrskurðarorð:

Með vísan til þessa er beiðni um endurupptöku máls nr. 37/2013 hafnað.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta