Tillaga að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja
Innanríkisráðuneytinu hefur borist tillaga Samgöngustofu um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Snúa breytingarnar einkum að dýpt mynsturs í hjólbörðum fólksbíla, hópbíla, vörubíla og eftirvagna. Umræddar breytingar eru taldar mikilvægar enda markmið þeirra aukið umferðaröryggi.
Samgöngustofa sendi ráðuneytinu nýverið tillögu um breytingar á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. Auk ákvæða um dýpt mynsturs í hjólbörðum fela breytingarnar í sér innleiðingu tveggja tiltekinna gerða sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn og hefur ráðuneytið óskað eftir innleiðingardrögum vegna þeirra.
Unn er að senda ráðuneytinu athugasemdir til 20. júní næstkomandi á netfangið [email protected].
Nánari umfjöllun um inntak tillögunnar er að finna í greinargerð með reglugerðinni.