Styrkir til staðbundinna fjölmiðla 2021
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til einkarekinna staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins.
Markmið styrkjanna er að efla starfsemi fjölmiðlanna sem gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim hætti við lýðræðisþátttöku og menningarstarf. Þá eru styrkirnir liður í aðgerðum byggðaáætlunar um eflingu fjölmiðlunar í héraði.
Til úthlutunar að þessu sinni voru 10 milljónir kr. Alls sóttu 11 miðlar um styrkina og uppfylltu níu þeirra skilyrði úthlutunar:
Úthlutun styrkja 2021:
Akureyri.net (Eigin herra ehf.) 797.250 kr.
Austurfrétt (Útgáfufélag Austurlands ehf.) 1.150.344 kr.
Eyjar.net (ET miðlar ehf.) 1.150.344 kr.
Jökull (Steinprent ehf.) 1.150.344 kr.
Skessuhorn (Skessuhorn ehf.) 1.150.344 kr.
Strandir.is (Sýslið verkstöð ehf.) 1.150.344 kr.
Tígull (Leturstofan sf.) 1.150.344 kr.
Vikublaðið (Útgáfufélagið ehf.) 1.150.344 kr.
Eyjafréttir (Eyjasýn ehf.) 1.150.344 kr.