Samvinna um rannsóknir á velferð og viðhorfum barna og ungmenna
Samkomulag þetta markar ákveðin tímamót, því ólíkt fyrri íslenskum æskulýðsrannsóknum verður aukinn áhersla sett á greiningu upplýsinga frá ungu fólki sem er utan skóla og frá yngri nemendum í grunnskólum.
Ráðgert er að æskulýðsrannsóknin verði í fimm ára hringrás þar sem spurningalistakannanir eru lagðar fyrir nemendur í grunnskólum, framhaldsskólum og einstaklinga utan skóla á aldrinum 18-24 ára. Könnun verður lögð fyrir árlega, en misjafnt verður eftir árum innan hringrásarinnar til hvaða hópa hún tekur, hversu viðamikil hún er og um hvað verður spurt.
Stefnt er að því að gögn frá æskulýðsrannsókninni verði aðgengileg samningshöfum eins fljótt og gögn verða tilbúin og hreinsuð. Gögnin verða einnig aðgengileg í opnum aðgangi.