Auglýsing um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012
30.10.2012
Landskjörstjórn hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd sem lýst var á fundi landskjörstjórnar 29. október 2012. Auglýsing ráðuneytisins um niðurstöðurnar er svofelld:
Með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010 hefur landskjörstjórn tilkynnt innanríkisráðuneytinu um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd sem lýst var á fundi landskjörstjórnar 29. október 2012. Engar kærur bárust um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar. Að teknu tilliti til niðurstöðu landskjörstjórnar um ágreiningsatkvæði sem komu til úrskurðar hennar og endanlegra skýrslna yfirkjörstjórna varð niðurstaðan eftirfarandi:
Kjósendur á kjörskrá | 236.911 |
Gild atkvæði | 114.570 |
Ógild atkvæði | 1.499 |
þar af auðir | 661 |
þar af aðrir ógildir | 838 |
Gild atkvæði skiptust þannig eftir því hvernig kjósendur svöruðu einstökum spurningum:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
73.509
Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
36.302
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já 84.760
Nei 17.470
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já 58.455
Nei 43.914
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já 78.451
Nei 21.660
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já 66.653
Nei 33.590
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já 72.633
Nei 26.440
Auglýst með vísan til 2. mgr. 10. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010.
Innanríkisráðuneytinu 30. október 2012