Hoppa yfir valmynd
26. september 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Þórdís Kolbrún heimsótti Vestnorden kaupstefnuna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fundaði með Jess Svane, iðnaðar-, orku- og rannsóknarmálaráðherra Grænlands, og Helgi Abrahamsen, iðnaðar- og umhverfisráðherra Færeyja, á Vestnorden kaupstefnunni í vikunni.

Að þessu sinni fer kaupstefnan fram í Færeyjum, en hún er einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar ferðaþjónustu. Þangað koma ferðaheildsalar frá öllum heiminum til að kynna sér málin í ferðaþjónustu Íslands, Færeyja og Grænlands. Markmiðið er að kynna framboðið, koma á samböndum og gera veg og vanda ferðaþjónustunnar sem mestan.

Kaupstefnan er einnig vettvangur fyrir Ísland, Grænland og Færeyjar til að treysta böndin enda eiga þjóðirnar margt sameiginlegt og geta deilt mikilli reynslu sín á milli á sviði ferðamála.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi. Kaupstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu og koma ferðaheildsalar frá öllum heiminum til að kynna sér framboð og koma á samböndum.

Vestnorden ferðakaupstefnan mun fara fram í Reykjanesbæ 6.-8. október á næsta ári.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta