Hoppa yfir valmynd
16. desember 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fyrsta úthlutun Matvælasjóðs: Beint streymi í dag kl 9:30

Jessica Voglesang  - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, kynna fyrstu úthlutun sjóðsins í beinu streymi í dag, 16. desember 2020, kl. 09:30. Alls bárust 263 umsóknir um styrki. Sjóðurinn hefur 500 milljónir til úthlutunar.

Sjóðurinn var stofnaður í apríl, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt.

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og er styrknum ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni. Alls bárust 126 umsóknir í Báru.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og miða að því móta og þróa afurð og gera hana verðmætari. Alls bárust 50 umsóknir í Afurð.

Kelda styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Alls bárust 48 umsóknir í Keldu.

Fjársjóður styrkir sókn á markaði. Alls bárust 37 umsóknir í Fjársjóð.

matvaelasjodur.is

 

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/375824733718435/ 

  • Fyrsta úthlutun Matvælasjóðs: Beint streymi í dag kl 9:30 - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
2. Ekkert hungur
3. Heilsa og vellíðan
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta