Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga árið 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga árið 2018 fyrir Alþingi og er skýrslan sú fjórða frá árinu 2016.
Fjallað er um meðferð kærumála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál árið 2018 og sett fram tölfræði um fjölda mála og lyktir þeirra í skýrslunni. 146 kærur bárust til nefndarinnar á árinu sem er töluverð fjölgun frá árinu áður. Í skýrslunni er auk þess fjallað um frumvarp forsætisráðherra til laga um breytingu á upplýsingalögum sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þá er einnig að finna sérstaka umfjöllun um kærumál fjölmiðla hjá úrskurðarnefndinni.