Hoppa yfir valmynd
26. júní 2019

Sendiherra heimsækir Kochi hérað

Sendiherra Íslands í Japan Elín Flygenring heimsótti á dögunum Kochi hérað í suður Japan, þar sem sendiherra fundaði með borgarstjóra Kochi-borgar Seiya Okazaki sem og ríkisstjóra héraðsins Masano Ozaki.

Kochi-borg er einna þekktust sem fæðingastaður japanska byltingarsinnans Ryoma Sakamoto en Kochi er stærsta borgin á Shikoku-eyju, einnar fjögurra megineyja Japans.

Megintilgangur ferðarinnar var að halda fyrirlestur um Íslands og jafnréttismál á Íslandi.

Sendiherra heimsótti auk þess Kochi háskóla en jarðvísindadeild háskólans (Center for Advanced Marine Core Research) starfar nú að sameiginlegu rannsóknarverkefni með Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem mun standa til mars 2020. Auk þess hafa háskólarnir tveir undirritað viljayfirlýsingu um almennt rannsókna- og vísindasamstarf.

  • Sendiherra heimsækir Kochi hérað - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sendiherra heimsækir Kochi hérað - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta