Skýrsla um framvindu byggðaáætlunar lögð fram á Alþingi
Í viðauka sem fylgir skýrslunni er tafla með upplýsingum um allar 54 aðgerðir byggðaáætlunar. Þar koma meðal annars fram markmið hverrar aðgerðar og staða þeirra í nóvember/desember 2020. Einnig eru upplýsingar um fjármagn sem varið hefur verið til hverrar aðgerðar árin 2018-2020 sem og heildarupphæð sem áætluð er af byggðalið á tímabilinu 2018–2024. Í viðaukanum kemur fram að 40 aðgerðir séu í vinnslu og 14 aðgerðum sé lokið.
Í skýrslunni kemur fram að Byggðastofnun telur að merkja megi aukna áherslu á byggðamál hjá stjórnvöldum og fjölmörg þingmál tengjast beint og markvisst einstökum tillögum byggðaáætlunar. Þá er áætlunin heildstæðari og nær til mun fleiri sviða en fyrri áætlanir.