Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 3/2013

Fimmtudaginn 7. febrúar 2013

A

gegn

Vinnumálastofnun-Fæðingarorlofssjóði

 

Úrskurður

Mál þetta úrskurða Jóna Björk Helgadóttir hdl., Gunnlaugur Sigurjónsson læknir og Heiða Gestsdóttir lögfræðingur.

Þann 21. janúar 2013 barst úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála kæra A, dags. 21. janúar 2013. Kærð var ákvörðun Vinnumálastofnunar-Fæðingarorlofssjóðs (hér eftir nefndur Fæðingarorlofssjóður) sem tilkynnt var með bréfi, dags. 1. ágúst 2012, sbr. einnig bréf dags. 22. ágúst 2012, þar sem hann var krafinn um endurgreiðslu útborgaðrar fjárhæðar frá Fæðingarorlofssjóði ásamt viðbættu álagi.

Með bréfi, dags. 29. janúar 2013, óskaði úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála eftir greinargerð Fæðingarorlofssjóðs sem barst með bréfi, dags. 4. febrúar 2013. Greinargerðin er send kæranda til kynningar með úrskurði þessum.

Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof (ffl.), er hlutverk úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála að kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli ffl. Í 1. mgr. 6. gr. ffl. segir að kæra skuli berast skriflega innan þriggja mánaða frá því aðila máls var tilkynnt um ákvörðunina. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. ffl. skal um málsmeðferð fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga að öðru leyti en því sem fram kemur í ffl.

 

Með hliðsjón af framangreindu, sbr. einnig 8. gr. stjórnsýslulaga, er ljóst að þriggja mánaða kærufrestur vegna framangreindrar ákvörðunar Fæðingarorlofssjóðs, dags. 1. ágúst 2012, rann út þann 2. nóvember 2012.

 

Af framangreindu leiðir að úrskurðarnefndinni ber að vísa kærunni frá enda er hvorki að sjá að afsakanlegar ástæður liggi að baki því að kæran hafi ekki borist fyrr né að aðrar veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Málinu er því vísað frá úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála.

 

ÚRSKURÐARORÐ:

Kæru A er vísað frá úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála.

 

Jóna Björk Helgadóttir

Heiða Gestsdóttir

Gunnlaugur Sigurjónsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta