Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2005 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurður 18. júlí 2005

Fundur í mannanafnanefnd haldinn mánudaginn 18. júlí 2005. Í fundarstörfum tóku þátt Aðalheiður Jóhannsdóttir (AJ), Guðrún Kvaran (GK) og Haraldur Bernharðsson (HB).

 Eftirfarandi mál var afgreitt:

 

„Ár 2005, mánudaginn 18. júlí er fundur haldinn í mannanafnanefnd.

 

Mál nr. 65/2005

Eiginnöfn:                              Christofer (kk.)

                                                Christopher (kk.)

                                                Daniel (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:



Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn er kveðið á um að eiginnafn skuli ritað í sam­ræmi við al­mennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um almennar rit­regl­ur íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu. Um hefð er vís­að til vinnu­lagsreglna manna­nafna­nefndar sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar 1. júlí 2004.

                Eiginnafnið Christofer telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki er hefð fyrir þessum rithætti nafnsins því að samkvæmt upp­lýs­ing­um frá Hagstofu Íslands ber enginn íslensk­ur ríkisborgari nafnið þannig ritað. Eiginnafnið Christofer telst því ekki uppfylla tilvitnað ákvæði laga nr. 45/1996. Beiðni um eiginnafnið Christofer er því hafnað.

                Eiginnafnið Christopher telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur ís­lensks máls en hefð er fyrir þessum rithætti því að samkvæmt upplýsingum frá Hag­stofu Íslands bera 19 íslenskir ríkis­borgarar sem eiga eða átt hafa lögheimili á Íslandi nafnið Christopher að fyrsta eða öðru nafni. Eigin­nafnið Christopher tekur íslenska eign­ar­fallsendingu (Christophers) og telst uppfylla ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Christopher er því tekin til greina.

Eiginnafnið Daniel telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur ís­lensks máls en hefð er fyrir þessum rithætti því að samkvæmt upplýsingum frá Hag­stofu Íslands ber nú 41 íslenskur ríkis­borg­ari sem á eða átt hefur lögheimili á Íslandi nafnið Daniel að fyrsta eða öðru nafni. Eiginnafnið Daniel tek­ur íslenska eign­ar­fallsendingu (Daniels) og telst uppfylla ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um manna­nöfn. Beiðni um eiginnafnið Daniel er því tekin til greina.

 

 Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Christofer er hafnað. Beiðni um eiginnafnið Christopher er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. Beiðni um eiginnafnið Daniel er tekin til greina og skal það fært á manna­nafnaskrá.“

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta