Mannanafnanefnd, úrskurðir 10. ágúst 2005
Eftirfarandi mál var afgreitt:
Mál nr. 66/2005
Eiginnafn: Leif (kk.)
Dagsetning beiðni: 6. júní 2005, póstlögð 24. júní
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um túlkun á hefðarhugtakinu er vísað til vinnulagsreglna sem mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2004. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 45/1996 segir um ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 5. greinar laganna: „Íslenskt málkerfi er samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þessu ákvæði er því einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Afbakanir eins og Guðmund og Þorstein (í nefnifalli) eru því óheimilar“ (Alþingistíðindi 1995–96 A, bls. 673).
Samkvæmt áðurnefndum vinnulagsreglum styðst mannanafnanefnd við eftirfarandi túlkun á hugtakinu hefð í 1. og 3. málslið 1. málsgreinar 5. greinar laganna:
Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
Við mat á því hvort hefð teljist vera fyrir nafninu Leif í íslensku, við hlið hins rótgróna nafns Leifur, er eðlilegt er að 2. málsliður 5. greinar lúti sömu túlkun á hefðarhugtakinu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bera fjórir íslenskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi nafnið Leif og er hinn elsti þeirra fæddur 1970. Nafnið Leif kemur hvorki fyrir í manntalinu 1910 né í eldri manntölum. Ekki telst því vera hefð fyrir nafninu Leif í íslensku. Það uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði 2. málsl. 1. málsgr. 5. greinar laga nr. 45/1996.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Leif er hafnað.“
Mál nr. 67/2005
Eiginnafn: Hnikarr (kk.)
Dagsetning beiðni: 29. júní 2005
Beiðni um endurupptöku máls nr. 101/1999
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um túlkun á hefðarhugtakinu er vísað til vinnulagsreglna sem mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2004. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Rithátturinn Hnikarr (í stað Hnikar) getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt áðurnefndum vinnulagsreglum styðst mannanafnanefnd við eftirfarandi túlkun á hugtakinu hefð í 1. og 3. málslið 1. málsgreinar 5. greinar laganna:
Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bera 3 íslenskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi nafnið Hnikarr að fyrsta eða öðru nafni og er sá elsti 45 ára en nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1910. Ekki telst því vera hefð fyrir rithættinum Hnikarr. Eiginnafnið Hnikarr uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það. Nefndin hefur áður fjallað um eiginnafnið Hnikarr með sama rithætti, nú síðast í málum 39/2005 og 50/2005, og hafnað því á sömu forsendum.
Í beiðni yðar er vísað til þess að nafnið Snævarr var fært á mannanafnaskrá (mál 48/2004). Eiginnafnið Snævarr telst hafa unnið sér hefð miðað við vinnulagsreglur mannanafnanefndar þegar tekið er tillit til fjölda nafnbera, enda þótt það teljist ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Hnikarr er hafnað.“
Mál nr. 68/2005
Millinafn: Vald
Dagsetning beiðni: 29. júní 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Millinafnið Vald uppfyllir þau skilyrði um millinöfn sem fram koma í 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á millinafnið Vald.
Úrskurðarorð:
Fallist er á beiðni um millinafnið Vald og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 69/2005
Eiginnafn: Dórothea (kvk.)
Dagsetning beiðni: 30. júní 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Dórothea telst vera önnur ritmynd nafnsins Dóróthea sem þegar er á mannanafnaskrá. Eiginnafnið Dórothea tekur eignarfallsendingu (Dórotheu) og uppfyllir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á eiginnafnið Dórothea.
Úrskurðarorð:
Fallist er á beiðni um eiginnafnið Dórothea og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 70/2005
Eiginnafn: Malla (kvk.)
Dagsetning beiðni: 30. júní 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Malla tekur eignarfallsendingu (Möllu) og uppfyllir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á eiginnafnið Malla.
Úrskurðarorð:
Fallist er á beiðni um eiginnafnið Malla og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 71/2005
Eiginnafn: Úddi (kk.)
Dagsetning beiðni: 6. júlí 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Í beiðni er óskað eftir millinafni en í símtali við úrskurðarbeiðanda (X, 10. ágúst 2005) kom fram að í reynd er óskað eftir eiginnafni.
Eiginnafnið Úddi tekur eignarfallsendingu (Údda) og uppfyllir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á eiginnafnið Úddi.
Úrskurðarorð:
Fallist er á beiðni um eiginnafnið Úddi og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 72/2005
Eiginnafn: Arven (kvk.)
Dagsetning beiðni: 13. júlí 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um túlkun á hefðarhugtakinu er vísað til vinnulagsreglna sem mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2004. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Eiginnafnið Arven (í stað Arfen) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki er hefð fyrir þessum rithætti. Eiginnafnið Arven uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Arven er hafnað.“
Mál nr. 73/2005
Eiginnafn: Arisa (kvk.)
Dagsetning beiðni: 19. júlí 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Arisa tekur eignarfallsendingu (Arisu) og uppfyllir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á eiginnafnið Arisa.
Úrskurðarorð:
Fallist er á beiðni um eiginnafnið Arisa og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 74/2005
Eiginnafn: Joshua (kk.)
Dagsetning beiðni: 20. júlí 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um túlkun á hefðarhugtakinu er vísað til vinnulagsreglna sem mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2004. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Nafnið Joshua (í stað Jósúa sem þegar er á mannanafnaskrá) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt áðurnefndum vinnulagsreglum styðst mannanafnanefnd við eftirfarandi túlkun á hugtakinu hefð í 1. og 3. málslið 1. málsgreinar 5. greinar laganna:
Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bera nú 13 íslenskir ríkisborgarar sem eiga eða átt hafa lögheimili hér á landi nafnið Joshua að fyrsta eða öðru nafni og er sá elsti 32 ára. Hefð telst því vera fyrir rithættinum Joshua. Eiginnafnið Joshua tekur eignarfallsendingu (Joshuas) og uppfyllir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á eiginnafnið Joshua.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Joshua er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 75/2005
Eiginnöfn: Franzis (kk.), Antoný (kk.)
Dagsetning beiðni: 27. júlí 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um túlkun á hefðarhugtakinu er vísað til vinnulagsreglna sem mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2004. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Samkvæmt áðurnefndum vinnulagsreglum styðst mannanafnanefnd við eftirfarandi túlkun á hugtakinu hefð í 1. og 3. málslið 1. málsgreinar 5. greinar laganna:
Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
Eiginnafnið Franzis (í stað Fransis) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst vera hefð fyrir þessum rithætti því að samkvæmt uppýsingum frá Hagstofu Íslands ber enginn Íslendingur sem á eða hefur átt lögheimili hér á landi nafnið og það kemur ekki fyrir í eldri heimildum. Þá fellur nafnið ekki reglulega vel að íslensku beygingarkerfi, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. greinar laganna, þar sem -is hefur öll einkenni eignarfallsendingar. Eiginnafnið Franzis uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Eiginnafnið Antoný (í stað Antoní) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst vera hefð fyrir þessum rithætti því að samkvæmt uppýsingum frá Hagstofu Íslands ber enginn Íslendingur sem á eða hefur átt lögheimili hér á landi nafnið og það kemur ekki fyrir í eldri heimildum. Eiginnafnið Antoný uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það. Í beiðni yðar er vísað til þess að eiginnafnið Benoný var fært á mannanafnaskrá við hlið nafnsins Benóní (mál 38/2000). Eiginnafnið Benoný telst hafa unnið sér hefð miðað við vinnulagsreglur mannanafnanefndar þegar tekið er tillit til fjölda nafnbera, enda þótt það teljist ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Franzis er hafnað. Beiðni um eiginnafnið Antoný er hafnað.“
Mál nr. 76/2005
Eiginnafn: Mateo (kk.)
Dagsetning beiðni: 2. ágúst 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um túlkun á hefðarhugtakinu er vísað til vinnulagsreglna sem mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2004. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Nafnið Mateo (í stað Mateó) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki er hefð fyrir þessum rithætti því að samkvæmt uppýsingum frá Hagstofu Íslands ber enginn Íslendingur sem á eða hefur átt lögheimili hér á landi nafnið og það kemur ekki fyrir í eldri heimildum. Eiginnafnið Mateo uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Mateo er hafnað.“
Mál nr. 77/2005
Millinafn: Espólín
Dagsetning beiðni: 3. ágúst 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Millinafnið Espólín uppfyllir þau skilyrði um millinöfn sem fram koma í 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á millinafnið Espólín.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Espólín er tekin til greina og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 78/2005
Eiginnafn: Nataníel (kk.)
Dagsetning beiðni: 9. ágúst 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Nataníel tekur eignarfallsendingu (Nataníels) og uppfyllir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á eiginnafnið Nataníel.
Úrskurðarorð:
Fallist er á beiðni um eiginnafnið Nataníel og skal færa það á mannanafnaskrá.“
Mál nr. 79/2005
Eiginnafn: Ali (kk.)
Dagsetning beiðni: 10. ágúst 2005
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Um túlkun á hefðarhugtakinu er vísað til vinnulagsreglna sem mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum 1. júlí 2004. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.
Nafnið Ali (í stað Alí) getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt áðurnefndum vinnulagsreglum styðst mannanafnanefnd við eftirfarandi túlkun á hugtakinu hefð í 1. og 3. málslið 1. málsgreinar 5. greinar laganna:
Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bera nú 10 íslenskir ríkisborgarar sem eiga eða átt hafa lögheimili hér á landi nafnið Ali að fyrsta eða öðru nafni og er sá elsti 51 árs. Hefð telst því vera fyrir rithættinum Ali. Eiginnafnið Ali tekur eignarfallsendingu (Alis) og uppfyllir ákvæði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Því ber að fallast á eiginnafnið Ali.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Ali er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“