Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2023 Matvælaráðuneytið

Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík

Fimmti og síðasti opni fundur verkefnisins Auðlindin okkar var haldinn 8. febrúar á Grand hótel í Reykjavík.

Fundaröðin hófst í október sl. með fundi á Ísafirði sem var fylgt eftir með sambærilegum fundum á Eskifirði, í Vestmannaeyjum og á Akureyri.

Líkt og á fyrri fundum var fjölbreyttur hópur mættur í morgunsárið á fundarstað. Strandveiðisjómenn, fulltrúar útgerða, sveitarfélaga, stjórnsýslu og almennir borgarar með tengingu eða með áhuga á málefnum sjávarútvegs komu til að fylgjast með framgangi verkefnisins og leggja sitt af mörkum til umræðunnar.

Í upphafi fundar voru fluttar samantektir á þeim 60 bráðabirgðatillögum sem lagðar voru fram 17. janúar sl. Þau Hildur Ingvarsdóttir úr starfshópnum Tækifæri, Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður starfshópsins Aðgengi, Gréta María Grétarsdóttir, formaður starfshópsins Umgengni og Gunnar Haraldsson formaður starfshópsins Samfélag fluttu samantektirnar. Þeim var fylgt eftir með umræðum, fyrirspurnum úr sal og frá þátttakendum af streymi fundarins.

Umræður voru hinar líflegustu og strandveiðisjómenn duglegir við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Umhverfismál, eftirlit og fjármögnun þess, nýliðun í greininni, aðgengi að auðlindinni og kynjahlutföll voru fundarfólki einnig ofarlega í huga og var því tæpt á mörgum ólíkum þáttum sjávarútvegs á Íslandi.

Fundarstjóri var Brynja Þorgeirsdóttir og var fundinum streymt á helstu netmiðlum en á sjötta þúsund áhorfenda hafa nú fylgst með streymi frá fundaröðinni.

Bráðabirgðaniðurstöður starfshópanna eru nú til umsagna í Samráðsgátt stjórnvalda. Unnt er að koma á framfæri frekari athugasemdum og ábendingum til og með 28. febrúar n.k. Gert er ráð fyrir að lokaniðurstöður starfshópana liggi fyrir í maí 2023 og að endanlegar afurðir úr verkefninu Auðlindin okkar líti dagsins ljós sem frumvörp til Alþingis vorið 2024.

Vakin er athygli á því að unnt er að koma á framfæri frekari ábendingum og upplýsingum sem kunna að nýtast í verkefninu í gegnum netfangið [email protected].

Streymi og upptökur af fundunum má nálgast á audlindinokkar.is


  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 1
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 2
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 3
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 4
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 5
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 6
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 7
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 8
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 9
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 10
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 11
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 12
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 13
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 14
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 15
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 16
  • Fjörugur opinn fundur Auðlindarinnar okkar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 17

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
7. Sjálfbær orka
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta