Hoppa yfir valmynd
28. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um verkefni sýslumanns til umsagnar

Drög að reglugerð um verkefni sýslumanns eru nú til umsagar hjá innanríkisráðuneytinu en þau fjalla um að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verði falin verkefni er lúta að nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 11. október næstkomandi á netfangið [email protected].

Reglugerðardrögin eru unnin með hliðsjón af breytingum á lögræðislögum nr. 71/1997 sem samþykktar voru með lögum nr. 84 13. júlí 2015. Breytingarnar skulu öðlast gildi 1. janúar 2016.

Meðal breytinga sem gerðar voru á lögræðislögunum er að verkefni er lúta að því að veita samþykki fyrir nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring eru færð frá ráðuneytinu til sýslumanns. Enn fremur er ráðherra heimilt að ákveða að einum sýslumanni verði falið að annast umrædd verkefni. Með reglugerðinni er nýtt umrædd heimild í lögunum og einum sýslumanni falið að annast þessi verkefni sem yrði embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta