Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Átak um sumarstörf fyrir 650 námsmenn

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um ráðstöfun 250 milljóna króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. 

Þetta er í fjórða sinn sem ráðist er í átak af þessu tagi til að fjölga sumarstörfum á vegum ríkisstofnana og sveitarfélaga. Námsmenn eiga ekki rétt á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði í námsleyfum samkvæmt breytingu sem gerð var á lögum í desember 2009. Sú breyting olli á sínum tíma nokkrum áhyggjum sveitarfélaga af því að ábyrgð á framfærslukostnaði námsmanna myndi flytjast frá Atvinnuleysistryggingasjóði til sveitarfélaganna. Með átaksverkefnum um sumarstörf hefur verið komið til móts við þessi sjónarmið. Stofnanir ríkisins og sveitarfélögin hafa ávallt sýnt verkefninu mikinn áhuga og fjöldi námsmanna hefur átt kost á áhugaverðum sumarstörfum meðan á námsleyfum stendur.

Vinnumálastofnun mun sem fyrr sjá um að auglýsa þau störf sem í boði verða hjá ríkisstofnunum en sveitarfélögin auglýsa sjálf störf á sínum vegum. Fyrir liggur að ríkisstofnanir og sveitarfélög eru áhugasöm um að hrinda þessu átaki í framkvæmd í sumar. Vinnumálastofnun mun hefja undirbúning eins fljótt og auðið er svo unnt verið að auglýsa störf tímanlega. Líkt og áður er miðað við að ráðningartími í hvert starf séu tveir mánuðir. Framlag Atvinnuleysistryggingasjóðs nemur að hámarki grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta fyrir hvert starf auk 8% framlags í ífeyrissjóð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta