Endurskoðaðar áætlanir um úthlutanir framlaga úr Jöfnunarsjóði árið 2020
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra grunnskólabarna, vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál, vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og almenns grunnskólaframlags.
Hafa þær breytingar orðið milli áætlana að þau sveitarfélög þar sem reiknaðar hámarkstekjur eru 50% umfram meðaltekjur annarra sveitarfélaga í sama viðmiðunarflokki eru að fullu skert og reiknast ekki með framlög.
Í kjölfar breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum, sem samþykkt voru á Alþingi 17. desember sl., er komin skýr heimild til að fella niður framlög úr Jöfnunarsjóði hjá þeim sveitarfélögum þar sem reiknaðar hámarkstekjur eru 50% umfram meðaltekjur annarra sveitarfélaga í sama viðmiðunarflokki.