Umsækjendur um embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands
Þrír umsækjendur eru um embætti forstöðumanns Íslands, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar í ágúst sl.
Umsækjendur eru:
- Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri
- Dr. Grégory Cattaneo, sagnfræðingur, kennari og rithöfundur
- Rúnar Leifsson, settur forstöðumaður Minjastofnunar Íslands
Valnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.