Framgangur áætlunar um losun fjármagnshafta
Fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, en samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál ber honum að gera Alþingi grein fyrir framgangi áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt.
Framgangur áætlunar um losun fjármagnshafta - greinargerð í apríl 2018