Föstudagspósturinn 9. desember 2022
Heil og sæl.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í fyrstu vinnuheimsókn sinni til samstarfsríkis í þróunarsamvinnu til þess að kynnast aðstæðum í Malaví og sjá árangur verkefna sem njóta stuðnings íslenskra stjórnvalda.
Þar hefur ráðherra haft í nógu að snúast.
Á mánudag var komið að því að endurnýja samstarfssamning Íslands og Malaví á tvíhliða fundi með Nancy Tembo utanríkisráðherra Malaví.
Had the great pleasure of meeting @nancygtembo yesterday and renew the development cooperation agreement btw Iceland & Malawi. Our cooperation with 🇲🇼 is 🇮🇸's oldest development partnership, dating back to 1989. Looking forward to seeing firsthand the fruits of our cooperation. pic.twitter.com/2ddujo2xv2
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) December 6, 2022
Á þriðjudag var byggðaþróunarverkefni héraðsstjórnar Nkhotakota héraðs og íslenskra stjórnvalda gegnum sendiráð Íslands í Lilongve formlega ýtt úr vör á skólalóð grunnskóla í héraðinu.
Í Nkhotakota Malaví þar sem íslensk stjórnvöld f.h. íslensku þjóðarinnar afhentu 3000 kennsluborð + bekki f börn sem áður sátu á gólfinu, 4 sjúkra- og verkefnabíla, 20 fæðingarrúm, ómskoðunartæki súrefnismæla. Erum að hefja starfsemi í nýju héraði eftir mikla undirbúningsvinnu. pic.twitter.com/oYJKlrDfl8
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) December 7, 2022
Á miðvikudag var formlega tekin í notkun ný miðstöð og skurðstofa við héraðssjúkrahúsið í Mangochi í Malaví þar sem boðið er upp heildstæðan stuðning við konur og stúlkur sem þjást af fæðingarfistli og/eða hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Miðstöðin nefndist „Lilja’s Fistula and One Stop Centre“ til minningar um Lilju Dóru Kolbeinsdóttur sem lést úr leghálskrabbameini fyrir tveimur árum. Hún var ötull talsmaður kynjajafnréttis og kynheilbrigðis og helgaði stærstan hluta ævi sinnar þróunarstarfi í Afríku, meðal annars sem forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví.
Í dag var tilkynnt um nýtt samstarfsverkefni í Malaví um sólarknúið rafmagn í samstarfshéruðunum Mangochi og Nkhotakota.
Í dag heimsótti Þórdís Kolbrún sömuleiðis Kankhande skólann í Mangochi héraði og kynnti sér verkefni Íslands, í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, um næringaríkar heimaræktaðar skólamáltíðir fyrir grunnskólanemendur í Malaví. Fyrir réttum tíu árum var samstarfið innsiglað með hátíð í téðum skóla.
Hvað starfsemi ráðuneytisins varðar fór fram tvíhliða samráð Íslands og Palestínu fram í gær.
Á þriðjudag sögðum við svo frá því að utanríkisráðuneytið hefði verið lýst upp í fjólubláum lit á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks og prýddi liturinn ráðuneytið í þrjá daga.
En þá að sendiskrifstofum okkar.
Í Helsinki sótti Harald Aspelund sendiherra hátíðarkvöldverð í forsetahöllinni í tilefni af þjóðhátíðardegi Finna.
Þá bauð sendiherra Litáen í Helsinki Harald ásamt öðrum sendiherrum NB8-ríkjanna til fundar í tilefni af heimsókn sendiherra Litáa á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum og yfirmanna utanríkisráðuneytis Litáens, til Helsinki
Sendiherra bauð svo jafnframt Íslendingum búsettum í Finnlandi á jólaball í ráðherrabústaðnum.
Í Osló átti Högni Kristjánsson sendiherra fund með forseta Stórþingsins, Masud Gharahkhani.
Þá voru skrifstofustjóri og deildarstjóri evrópumála hjá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins gestir sendiherra í gær þar sem þeir kynntu viðskiptastefnu Íslands, samskipti Íslands við Evrópusambandið með áherslu á EES-samninginn og framtíðarsýn fyrir sendiherrum 38 ríkja gagnvart Íslandi með aðsetur í Osló.
Í Varsjá kíkti Hannes Heimisson sendiherra á listasýningu sem skartar meðal annars málverkum frá íslenskum meisturum.
Okkar fólk þakkaði svo fyrir sig eftir viðburðaríka viku í kjölfar opnunar sendiráðsins.
It has been a week after official opening of our facility in Warsaw.
— IcelandinPoland (@IcelandinPL) December 9, 2022
We would like to thank all distinguished guests who graced this very important ceremony with their presence. The mission to develop relations with our allies is an honor for us. 🇮🇸🤝🇵🇱 🇧🇬🇺🇦🇷🇴 pic.twitter.com/QbxWtzG5Sh
Í London var sendiráðsstarfsfólki boðið í konunglega jólamóttöku í Buckinghamhöll í vikunni
Í Brussel var sagt frá málþingi um orkuskipti en Ísland fer með formennsku í fastanefnd EFTA-ríkjanna um þessar mundir og stóð að málþinginu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra, opnaði málþingið og greindi frá stöðu orkumála á Íslandi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, flutti svo aðalerindi fundarins auk þess að stýra pallborðsumræðum.
Í París ræddu norrænir diplómatar málin í öldungadeild franska þingsins.
Discussions productives aujourd'hui avec les amis de l'Islande et pays nordiques au @Senat français. Merci de votre accueil chaleureux et riche en échanges 🇫🇷 &🇮🇸 @AndreGattolin @FrancoiseGatel @nadegehavet @AngelePreville @nbellurot @UOrradottir @UJohannsdottir pic.twitter.com/pgYm3OSWot
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) December 8, 2022
Í New York flutti Þórður Óskarsson sendiherra ræðu í tilefni af 40 ára afmæli hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Today we celebrate the #40th anniversary of one of the UN’s greatest achievements; the Constitution of the Ocean, said Amb. @TordurOskarsson 🇮🇸on behalf of #WEOG parties to the Law of the Sea Convention + USA and Liechtenstein. https://t.co/YAeajKMj2R pic.twitter.com/FvY8bv5SQa
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) December 8, 2022
Í Washington sótti Bergdís Ellertsdóttir fund á vegum Women's Foreign Policy Group.
Most interesting event @wfpg today. Ambassador Tai @USTradeRep45 was outspoken and clear: Need for a new type of globalisation. Met some very interesting women among them Ambassador Constance Morella, who was recently in #Iceland. #womenintrade #womenempowerment https://t.co/YkWigqJPRc pic.twitter.com/PXiLa0VS1I
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) December 8, 2022
Í Kanada lauk þriggja daga ferð Hlyns Guðjónssonar sendiherra til norðvesturhluta landsins.
Í Nýju Delí fór fram fjölmenn móttaka í sendiherrabústaðnum þar sem samkomulag milli Sambands matreiðslumanna á Indlandi og íslenskra meistarakokka um að þjálfa fyrsta kokkalandslið Indlands var tilkynnt.
Í Kampala var skrifað undir samning um byggingu bættrar salernisaðstöðu og eflingar vatnsveitu í Lugala og Lufudu.
Fleira var það ekki í bili.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.