Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Síðasti stóri bólusetningardagurinn

Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri.

Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja*. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku.

*Samkvæmt vefsíðunni Our World in Data 13. júlí 2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta