Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr vefur Lyfjastofnunar opnaður við athöfn í Iðnó

Heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, opnaði nýjan vef Lyfjastofnunar við athöfn í Iðnó í morgun. Nýi vefurinn á að þjóna betur helstu markhópum stofnunarinnar sem eru; almenningur, lyfjafyrirtæki og heilbrigðisstéttir. Þá hafa verið gerðar endurbætur á enska hluta vefsins til að þjóna betur erlendum viðskiptavinum. Aðgengi að lyfjaupplýsingum fyrir heilbrigðisstéttir (Sérlyfjaskrá) og almenning hefur einnig verið bætt.

Í tengslum við opnunina hefst framkvæmd á tilraunaverkefni á vegum stofnunarinnar þar sem almenningi verður gefinn kostur á að tilkynna aukaverkanir lyfja beint til Lyfjastofnunar. Fram að þessu hefur einungis verið tekið við tilkynningum frá heilbrigðisstarfsfólki. Leiðbeiningar um tilkynningar almennings á aukaverkunum er að finna á nýju heimasíðunni.

http://www.lyfjastofnun.is/

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta