Hoppa yfir valmynd
2. maí 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til kaupa á næringarefnum og sérfæði auknir

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði í dag nýja reglugerð um hækkun á styrkjum Tryggingastofnunar ríkisins til kaupa á næringarefnum og sérfæði fyrir sjúklinga sem eiga við tilgreinda sjúkdóma að stríða og þurfa lífsnauðsynlega á slíkum efnum að halda. Með reglugerðinni er greiðsluþátttaka TR vegna kaupa á næringarefnum og sérfæði uppfærð til samræmis við verðþróun og ábendingar viðskiptavina TR um að innkaupaheimildir dugi ekki fyrir því magni af næringu eða sérfæði sem næringarfræðingar mæli með.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta