Styrkir til kaupa á næringarefnum og sérfæði auknir
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirritaði í dag nýja reglugerð um hækkun á styrkjum Tryggingastofnunar ríkisins til kaupa á næringarefnum og sérfæði fyrir sjúklinga sem eiga við tilgreinda sjúkdóma að stríða og þurfa lífsnauðsynlega á slíkum efnum að halda. Með reglugerðinni er greiðsluþátttaka TR vegna kaupa á næringarefnum og sérfæði uppfærð til samræmis við verðþróun og ábendingar viðskiptavina TR um að innkaupaheimildir dugi ekki fyrir því magni af næringu eða sérfæði sem næringarfræðingar mæli með.