Hoppa yfir valmynd
10. september 2021 Matvælaráðuneytið

Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á árinu 2021

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á árinu 2021 í Afurð (www.afurd.is), greiðslukerfi landbúnaðarins (sjá Umsóknir). Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð (www.jord.is).

Jarðræktarstyrkir

Framlögum til jarðræktarstyrks skal varið til jarðræktar, þ.e. nýræktar og endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóðurjurta. Uppskera er forsenda fyrir jarðræktarstyrk. Beit búpenings telst vera uppskera og nýting kornhálms til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis telst styrkhæf. Ekki telst styrkhæf ræktun ef kornrækt er eingöngu ætluð til að draga að gæsir til skotveiði, nema ef kornhálmur er sannarlega hirtur eða plægður niður. Önnur ræktun sem ekki er nytjuð til búskapar, þar með talin sáning í golfvelli, tjaldstæði o.s.frv. er ekki styrkhæf.

Landgreiðslur

Framlögum til landgreiðslna skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðanda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Nánari upplýsingar um jarðræktarstyrki og landgreiðslur má finna í III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta