Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 4/2016 Úrskurður 8. janúar 2016

Mál nr. 4/2016                       Millinafn:       Fritz

 


Hinn 8. janúar 2016 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 4/2016 en erindið barst nefndinni 5. janúar:

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn, eru nöfn, sem aðeins hafa unnið sér hefð í íslensku máli sem annaðhvort eiginnöfn karla eða kvenna, ekki heimil sem millinöfn. Nafnið Fritz hefur verið notað sem eiginnafn karla í íslensku. Það er því útilokað að fallast á millinafnið Fritz á þessum lagagrundvelli. Til þess verður einnig að líta að téð lagaákvæði kveður á um almenna meginreglu um millinöfn og af því leiðir að samþykkt millinafns á grundvelli ákvæðisins er skráð í mannanafnaskrá.

Þrátt fyrir þessa meginskipan mála er hægt að fallast á beiðni þessa á grundvelli 3. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þar eð fyrir liggur að skilyrði þess ákvæðis eru uppfyllt. Slík sérstök millinöfn eru ekki skráð í mannanafnaskrá.

 

 

Úrskurðarorð:

Fallist er á beiðni um millinafnið Fritz. Nafn þetta verður ekki skráð í mannanafnaskrá.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta