Hoppa yfir valmynd
23. september 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Atvinnusköpun kvenna

Jóhanna við opnun heimasíðu um atvinnumál kvenna
Jóhanna við opnun heimasíðu um atvinnumál kvenna

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra opnaði í dag nýja heimasíðu verkefnis um atvinnumál kvenna www.atvinnumalkvenna.is á kynningarfundi um styrki til atvinnumála kvenna sem haldinn var á Kjarvalsstöðum í dag. Ráðherra minntist upphafs verkefnisins sem hún ýtti úr vör í fyrri ráðherratíð sinni sem félagsmálaráðherra árið 1991. Atvinnuleysi var töluvert meðal kvenna á þeim tíma og í mótvægisskyni var stofnaður sjóður til að skapa konum tækifæri til að hefja fyrirtækjarekstur og hrinda í framkvæmd viðskiptahugmyndum. Ýmiss konar hönnunarverkefni, menningartengd ferðaþjónusta, framleiðsla á matvælum og snyrtivörum eru dæmi um verkefni sem hlotið hafa styrki úr sjóðnum, en frá upphafi hafa tæplega 330 konur notið styrkja úr honum. Ráðherra sagði verkefnið enn í góðu gildi og benti á að konur njóti ekki almennra styrkja til atvinnusköpunar til jafns við karla. „Skipting slíkra styrkja skilst mér vera sú að karlar fái um 70–80% þeirra en konur 20–30%. Konur sækja ekki um þá í sama mæli og karlar af einhverjum ástæðum og þær virðast heldur ekki sækja fé jafn greiðlega til lánastofnana og karlar.“

Ráðherra sagði það hafa sýnt sig að stuðningur við konur í atvinnulífinu skilaði árangri og góðum verkefnum og stuðlaði að fjölbreytni í atvinnulífinu. Hingað til hefur árlega verið úthlutað um 15–20 milljónum króna úr sjóðnum en framlag til sjóðsins var tvöfaldað á þessu ári og er ráðstöfunarfé hans nú um 50 milljónir króna.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp félags- og tryggingamálaráðherra við opnun heimasíðunnar

Tenging frá vef ráðuneytisinsAtvinnumál kvenna



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta