Hoppa yfir valmynd
10. september 2021

ALÞINGISKOSNINGAR 2021

Íslenski fáninn blaktir við hún - mynd

Minnum á sérstakan opnunartíma vegna KOSNINGANNA Í SENDIRÁÐINU nú á laugardag 11. september kl. 11:00-14:00 og fimmtudaginn 16. september frá kl. 14:00 til 18:00

ALÞINGISKOSNINGAR 2021

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Noregi:

Hægt er að kjósa utan kjörfundar í sendiráðinu í Osló milli kl. 11:00 og 12:00 alla virka daga fram að kosningum. Laugardaginn 11. september verður sérstök kosningaopnun í sendiráðinu frá kl. 11:00 til kl. 14:00 og fimmtudaginn 16. september frá kl. 14:00 til 18:00. Allir sem hyggjast kjósa þurfa að hafa meðferðis persónuskilríki og eigin blýant. 

Athygli kjósenda er vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Vegna heimsfaraldursins er brýnt að gera slíkar ráðstafanir tímanlega og ráðlagt að póstsenda atkvæðið ekki seinna en viku fyrir kosningar.

Bergen
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni miðvikudaginn 25. ágúst milli kl.16 og 18. Einnig verður opið fyrir kosningar 4. og 11. september. Frekari upplýsingar verða auglýstar á facebooksíðu ræðisskrifstofunnar Islands Konsulat i Bergen
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: Stiftelsen Bryggen, Bredsgården 1D, Bryggen, Bergen

Bodø
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni í viku 35 og 36 samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti  [email protected]. Frekari upplýsingar á facebooksíðu ræðisskrifstofunnar Islands konsulat i Bodø og Nordland
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: Muskat AS, Sjøgata 15, Bodø

Haugesund
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni milli kl. 10:00 og 15:00 alla virka daga samkvæmt samkomulagi við ræðisskrifstofu í tölvupósti [email protected]
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: Hagland Sjøfartsbygget, Smedasundet 97, Haugesund

Kristiansand
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni alla virka daga milli kl. 09:00 og 15:00 frá 30. ágúst til 10. september samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected]
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: W&CO Advokater, Østre Strandgate 5, 1. etasje, Kristiansand

Sandnes
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni miðvikudaginn 25. ágúst milli kl.13 og 17, þriðjudaginn 31. ágúst milli kl. 14 og 18 og föstudaginn 3. september milli kl. 12 og 16. Hægt er að hafa samband við ræðismann Íslands í tölvupósti [email protected]  
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: Kraftbank, Trim Towers, Larsamyrå 8, Sandnes

Tromsö
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni 27. og 30. ágúst og 7. og 8. september milli kl. 16:00 til 17:00 ellegar samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] eða síma 90866924.
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: JobZone, Grønnegata 53, Tromsø

Trondheim
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni mánudag 6. september og þriðjudag 7. september milli kl. 18:00 og 20:00 og samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected] 
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: Mellifero AS, Osloveien 23, Trondheim

Ålesund
🔹Hægt verður að kjósa á ræðisskrifstofunni samkvæmt samkomulagi við ræðismann í tölvupósti [email protected]
🔹Heimilisfang ræðisskrifstofu: Advocator, Skansengata 20n, Ålesund

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta