Yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant leiðir vinnu við nýsköpunarstefnu fyrir Ísland
Guðmundur Hafsteinsson yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant hefur tekið að sér formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.
Guðmundur hefur starfað hjá Google frá árinu 2014 og leitt starf við margar af helstu tækninýjungum fyrirtækisins. Guðmundur er með MBA gráðu frá MIT og próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands.
„Á tímum mikilla breytinga er öflug og kraftmikil nýsköpun í atvinnulífinu forsenda þess að við tryggjum góð lífskjör á Íslandi til framtíðar. Guðmundur hefur um árabil verið stjórnandi í leiðandi tæknifyrirtæki á heimsvísu og það er ómetanlegt að fá hans sýn og þekkingu nú þegar að við leggjum á ráðin hvernig árangursríkast sé að takast á við áskoranir framtíðarinnar.“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála.