Hoppa yfir valmynd
19. maí 2021 Utanríkisráðuneytið

Þrír flóttamenn á sviðinu í Rotterdam

Fulltrúi Svía - © EBU / ANDRES PUTTING - mynd

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsir yfir ánægju sinni með þátttöku þriggja keppenda í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem eiga sér fortíð sem flóttafólk. Keppnin fer fram í Rotterdam í þessari viku sem kunnugt er og lýkur með úrslitakeppni á laugardagskvöld.

Keppendur þrír eru þessir:

  • Manizha – tónlistarkona, söngkona og góðgerðarsendiherra UNHCR, fulltrúi Rússlands. Hún flúði frá Tadsíkistan árið 1994 á tímum átaka og talar máli flóttafólks hvarvetna í heiminum.
  • Tousin „Tusse“ Chiza – tónlistarmaður og söngvari keppir fyrir hönd Svía. Hann er fæddur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó en fékk hæli í Svíþjóð eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Úganda í þrjú ár.
  • Ahmad Joudeh – hollenskur ballettdansari frá Sýrlandi. Hann kemur fram í hléi annað kvöld í síðari undanúrslitum keppninnar í verki sem kallast „Close Encounters of a Special Kind“ og fjallar um náttúrulega löngun mannsins til að samskipta og sameiginlegs skilnings.

Í frétt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er þeim þremur óskað góðs gengis og stofnunin kveðst vænta góðrar skemmtunar!

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta