Föstudagspósturinn 8. desember 2023
Heil og sæl.
Nú er fyrsti í aðventu liðinn og kraftur farinn að færast í jólaskreytingar. Smákökur jafnvel fastur liður á öllum matmálstímum! Verkefnin í utanríkisþjónustunni halda þó áfram og voru mörg og fjölbreytt í liðinni viku.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ákvað að veita 100 milljón króna viðbótarframlag í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna. Tilkynnt var um aukninguna á árlegri framlagaráðstefnu Neyðarsjóðsins sem fram fór í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á miðvikudag.
„Sjóðurinn gegnir lykilhlutverki þegar neyðarástand skapast og bregst skjótt við, hvort sem er vegna hamfara eða átaka, og því er afar þýðingarmikið fyrir Ísland að vera aðili að honum. Í þessu samhengi var mikilvægt að sjá hversu hratt og fumlaust Neyðarsjóðurinn brást við með stórri úthlutun til bágstaddra eftir að átökin brutust út á Gaza,“ sagði utanríkisráðherra af tilefninu.
Þá ítrekuðu íslensk stjórnvöld ákall um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza eins og kom fram í ávarpi Martins Eyjólssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, sem flutt var á fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París á miðvikudag.
Yfirlit yfir líf og störf í sendiráðunum okkar hefst í Afríku að þessu sinni, nánar tiltekið í Úganda þar sem Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendisráðs Íslands í Kampala skrifaði undir samning fyrir hönd íslenskra stjórnvalda til stuðnings afrísku mannréttindasamtakanna Defend Defenders.
Samtökin, sem hafa höfuðstöðvar í Úganda, beita sér fyrir stuðningi við fólk sem berst fyrir mannréttindum, þar á meðal réttindum hinsegin fólks en eins og vitað er hafa þau farið halloka í landinu undanfarið.
An honor to sign a grant agreement with @DefendDefenders on the eve of the 75th anniversary of the Universal Declaration of Human Rights. 🇮🇸 is pleased to provide $200.000 to promote, protect and strengthen the work of human rights defenders #HRDs in Uganda 🇺🇬 and the region 🌍. https://t.co/jAvZKVOZC6 pic.twitter.com/rUjBrWLuyE
— Hildigunnur (Hilda) Engilbertsdóttir (@HildigunnurE) December 7, 2023
Kynjajafnrétti var til umfjöllunar og í hávegum haft hjá sendiráði Íslands í Lilongwe, Malaví en um þessar mundir stendur yfir 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Today, #TeamGJU, along with implementing partners from @DCnkhotakota, supported by the Embassy of Iceland in Lilongwe are at Chikango School, T/A Mwasambo conducting a sensitization campaign on gender related laws and GBV referral pathways. #EndGBV #16Days #16DaysOfActivism2023 pic.twitter.com/UvaXVH1p9c
— The Gender & Justice Unit (@GJU_Malawi) December 5, 2023
The feminist movement keeps growing and to inspire us in Malawi! Many thanks to @unwomenmalawi and @NorwayinMalawi for a fantastic get together 💛👫💛 pic.twitter.com/8HRc5471RQ
— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) December 5, 2023
Today and every day, each and every member of the Embassy of Iceland in 🇲🇼 pledge our commitment to promoting gender equality and combat all forms of violence. Thanks to @HumanRightsMW for the beautiful cloth 💛 Not just for the #16DaysActivism but everyday. pic.twitter.com/TU9bHWHIs3
— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) December 7, 2023
Sendiskrifstofur Íslands taka allar þátt í átakinu. Hér eru nokkur dæmi úr liðinni viku.
Osló:
París:
Þórshöfn:
Yfir til Asíu. Í Peking var sendiráð Íslands lýst upp með roðagiltum lit til að minna á baráttuna gegn ofbeldi gegn konum í takti við áðurnefnt 16 daga átak.
Iceland‘s 🇮🇸 goal is to reach full gender equality before 2030. The elimination of gender-based violence is a top priority #OrangeTheWorld #16Days pic.twitter.com/BwpKRcwzt8
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) December 7, 2023
Þórir Ibsen sendiherra fundaði með varaborgarstjóra Kunshan í tilefni þess að Marel er að byggja þar nýja framleiðslueiningu.
Pleasure to meet Mr Qin Weixi, Vice Mayor of Kunshan City, the home of the new 🇮🇸 Marel production facility in 🇨🇳 China, which will provide the meat industry with advanced processing equipment. pic.twitter.com/e8T66MWMjn
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) December 8, 2023
Í sendiráði Íslands í Tókýó var opnuð myndlistarsýning þar sem tungumál eru skoðuð í gegnum augu listarinnar.
From poetry to prints, delving into the meeting point of writer and reader. Opening of the group exhibition "á" @IcelandEmbTokyo - exploring the essence of language through art, featuring Sigurður Atli Sigurðsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Guðrún Benónýsdóttir & Erin Honeycutt. pic.twitter.com/dxcdXTXSPX
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) November 30, 2023
Og Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands í Japan lét dáleiðast af Víkingi Heiðari á tónleikum sem haldnir voru í Suntory Hall í vikunni.
Immersed in the enchanting world of music at Suntory Hall, as 🇮🇸Vikingur Olafsson mesmerized us with his mastery of the piano, bringing Bach's Goldberg Variations to life. An unforgettable evening of artistry and soul-stirring melodies. 🎶🎹 #VikingurOlafsson #IcelandinJapan pic.twitter.com/TEQPT90KMV
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) December 3, 2023
Og þá öllu nær: Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London, hitti Einar Hansen Tómasson, fagstjóra hjá Íslandsstofu og Jean-Frédéric Garcia, framkvæmdastjóra FOCUS í tengslum við markaðsstarf við kynningu á Íslandi sem tökustað kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga.
Og sendiherra og staðgengill voru gestir í árlegri jólamóttöku konungsfjölskyldunar í Buckingham-höll þann 5. desember. Þá var öllu tjaldað til, dömurnar mættu í íslenskum þjóðbúning, en sendiherrann skartaði kjólfötum, eins og hefð er fyrir.
Sendiherra Íslands í Berlín, María Erla Marelsdóttir, heimsótti á mánudag Merantix gervigreindarklasann í Berlín ásamt starfsfólki sendiráðsins til þess að kynna sér framtíð gervigreindar og möguleika hennar á mismunandi sviðum. Sif Björnsdóttir framkvæmdastjóri tók á móti föruneytinu og leiddi í gegnum húsakynni klasans, sem hýsir meira en 1000 meðlimi af 30 þjóðernum, sem vinna að rannsóknum, þróun og fjárfestingum í gervigreind. Að lokum ræddu fulltrúar sendiráðsins við Sif um möguleika Íslands á sviði gervigreindar.
Sif Björnsdóttir tók fyrr á þessu ári þátt í pallborðsumræðum í norrænu sendiráðunum í Berlín um hlutverk gervigreindar í kynjajafnrétti, á málstofu sem haldin var af tilefni alþjóðlega kvennafrídagsins.
Í síðustu viku sótti jafnframt Daði Ólafsson, fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins í sendiráðinu í Brussel, ráðstefnuna European Business Summit í Egmont höllinni.
Í Helsinki kom Maria Gratschew, framkvæmdastjóri skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Eistlandi í heimsókn í sendiráðið og hitti þar fyrir Harald Aspelund sendiherra.
Þar á bæ var 106 ára sjálfstæði Finnlands einnig fagnað 6. desember sl.
Harald sótti sömuleiðis NB8 hádegisverðarfund sem Norræni fjárfestingabankinn efndi til. Sendiherrahjónin opnuðu jafnframt listsýningu listakonunnar Huldu Leifsdóttir sem sýnd er í sendiherrabústaðnum og buðu til jólaballs þar sem Skyrgámur lét sjá sig.
Okkar fólk í Osló fagnaði fullveldisdeginum!
Í Færeyjum fóru fram hátíðarhöld vegna 70 ára afmælis Jonhard Mikkelsen, stofnanda bókaútgáfunnar Sprotans. Í tilefni dagsins flutti Ágústa Gísladóttir aðalræðismaður kveðju frá frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Jonhard var fyrstur til að hljóta Vigdísarverðlaunin árið 2020.
Í París var fjölmenni við opnun á sýningu á verkum franska listamannsins Bernard Alligand, „Retour d‘Islande" (Heimkoma frá Íslandi) í embættisbústaðnum á þriðjudag.
Ragnar Kristjánsson skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu var svo mættur til Parísar þar sem hann og Unnur Orradóttir Ramette sendiherra sóttu viðburð á vegum OECD Global Strategy Group.
DG for int. trade @MFAIceland @RagnarRgk represented 🇮🇸 today @OECD´s Global Strategy Group. Important disc. on geopolitical realities, global issues + how public policies & finances need to be redesigned to effectively address challenges in an increasingly unpredictable future. pic.twitter.com/r9tU7Q3Xqh
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) December 7, 2023
Í Washington sótti starfsfólk sendiráðsins tónleika gjörninga-og aðgerðarhópsins Pussy Riot. Í meðfylgjandi myndskeiði má heyra einn af skipuleggjendum viðburðarins þakka Íslandi fyrir að hafa veitt meðlimum Pussy Riot íslenskan ríkisborgarrétt um leið og hann rakti flótta þeirra frá Rússlandi.
Bergdís Ellersdóttir sendiherra í Washington sótti viðburð á vegum Women's Foreign Policy Group þar sem þrjár baráttukonur voru verðlaunaðar fyrir störf í þágu kvenna og stúlkna.
@BEllertsdottir had the honor & pleasure to participate in @wfpg Celebrating Women Leaders Benefit awarding 3 incredible women @AlinejadMasih @sbasijrasikh & Sarah Haacke Byrd for their work for women & girls #WomenLifeFreedom #EducationForAll @WomMovMillions @RoyaRahmani pic.twitter.com/QwyUKINV65
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) December 7, 2023
Þá hitti hún einnig Eric Nelson framkvæmdastjóra Norræna safnsins í Seattle og fór á sinn fyrsta leik í amerískum fótbolta.
Always a pleasure to meet with Eric Nelson director of @thenordicmuseum Seattle. Ambassador @BEllertsdottir & Eric discussed the upcoming year & opportunities for continued collaboration. Thank you Eric & team for your tireless work to promote the Nordics in the United States. pic.twitter.com/TYZa32J0Jf
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) December 6, 2023
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er nóg um að vera að vanda. Í vikunni fór meðal annars fram kjör í dómarastöður í Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
Marathon elections: It took 3️⃣ days of voting and 1️⃣1️⃣ rounds to elect 6️⃣ judges to @IntlCrimCourt.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) December 6, 2023
Stamina and focus required and good to have a steady hand from capital on the ballot.#Iceland🇮🇸 congratulates all six individuals on their election. pic.twitter.com/o6qK3rSCb6
Hlynur Guðjónsson sendiherra í Kanada sótti viðburð í Ottawa fyrr í vikunni ásamt þingmönnum Saskatchewan-héraðs þar sem málefni héraðsins voru til umræðu.
Þá heimsótti Hlynur einnig bæinn Iqaluit í Nunavut á Baffinslandi.
Fleira var það ekki í bili!