Hoppa yfir valmynd
1. mars 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lab Loka fær hæsta styrk úr Sviðslistasjóði

Hæsti styrkur Sviðslistasjóðs rennur að þessu sinni til Lab Loka, alls 12 milljónir kr, en í sýningunni taka þátt 20 leikarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar á aldrinum 70-90 ára.

Sviðslistasjóður hefur úthlutað 160 milljónum króna til 23 atvinnusviðslistahópa fyrir leikárið 2022/23 og fylgja þeim 170 listamannalaunamánuðir. Að þessu sinni var sótt um ríflega 891 milljón króna úr sjóðnum og að auki 1.789 mánuði til listamannalauna.

„Nú með hækkandi sól sjáum við fram á bjartari tíma fyrir sviðslistirnar okkar. Það er því ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt úthlutun Sviðslistasjóðs er að þessu sinni. Viðspyrnuaðgerðir stjórnvalda koma svo til úthlutunar í vor og þá stillum við fókusinn á yngri kynslóð sviðslistafólks,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra.

Á vormánuðum verður auglýst aukaúthlutun úr sjóðnum sem tilkomin er út frá viðspyrnuaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Þá verða til úthlutunar 25 milljónir úr Sviðslistasjóði og 50 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks með áherslu á umsóknir frá ungu sviðslistfólki, 35 ára og yngra.

Skipting úthlutunar eftir flokkum:

  • 3 barnaverk (Caravan, Skemmtilegt er myrkrið (tónleikhús), Tindátarnir)
  • 3 brúðu-/trúðaverk (Hríma, Missir, Stroke)
  • 5 dansverk (Hringrás, Molta, Ó, ljúfa líf, SUND, Til hamingju með að vera mannleg)
  • 5 leikverk (Dagur í lífi öryrkja, Djöfulsins snillingar, Hvíta tígrisdýrið, Marat/Sade, Urbania)
  • 2 óperuverkefni (Síminn e. Carlo Menotti, Spunakonur - ópera)
  • 1 rannsókn (Stigmögnun)
  • 3 samsköpunarverk (Ég lifi enn, Nýr heimur, Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar)
  • 1 samstarfsverkefni (Gaflaraleikhúsið)

 

Hér má sjá allar upplýsingar um úthlutina en Rannís heldur utan um sjóðinn.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta