Menningarsjóður Íslands og Finnlands
Stjórn menningarsjóðs Íslands og Finnlands kom saman 22. maí 2017 í Hanaholmen í Esbo og tók ákvörðun um úthlutun styrkja og framlaga fyrir seinni helming ársins 2017 og fyrri hluta ársins 2018.
Alls bárust 91 umsókn frá Íslandi og Finnlandi. Stjórnin ákvað að úthluta framlögum og styrkjum fyrir samtals 29.850 evrur. Fundinn sátu Ann Sandelin fil.mag. (formaður), Petri Sakari hljómsveitarstjóri, Eiríkur Þorláksson sérfræðingur og Greipur Gíslason verkefnastjóri. Starfsmaður sjóðsins er Gunvor Kronman forstöðumaður Hanaholmen.
100 ára lýðveldisafmæli Finnlands 2017 og 100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018:
Í auglýsingu eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum var vakin athygli á að árið 2017 eru 100 ár liðin frá því að Finnland öðlaðist sjálfstæði og að 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland öðlaðist fullveldi. Var sérstaklega kynnt að af því tilefni mundi sjóðurinn sérstaklega líta til umsókna sem tengdust finnskum menningarverkefnum á Íslandi og 100 ára afmæli lýðveldis Finnlands annars vegar og íslenskum menningarverkefnum í Finnlandi og 100 ára afmæli fullveldis Íslands hins vegar.
Eftirfarandi úthlutanir úr sjóðnum tengjast sérstaklega finnskum menningarverkefnum á Íslandi í tilefni af 100 ára lýðveldisafmæli Finnlands 2017:
- Bókmenntahátíð í Reykjavík, Reykjavík, 2 000 Evrur
Til að bjóða ríthöfundinum Tapio Koivukari og útgefandanum Päivi Pappanen á Bókmenntahátíð í Reykjavík 6.–9. september 2017.
- Reykholtshátíð, Reykjavik, 2 000 Evrur
Til að bjóða finnska strengjakvartettinum Met4 til Íslands til að halda tónleika á Reykholtshátíð sem fer fram 28.–30. júlí 2017.
- Helsingfors universitet/Finnska finskugrika och nordiska institutionen/Islex, Helsinki, 3 500 Evrur
Til að ráða ritstjóra orðabókar sem mun vinna að þýðingum uppflettiorða íslensk –norrænu orðabókarinnar Íslex á finnsku. Sjóðurinn hefur styrkt þetta verkefni í mörg ár.
Eftirfarandi úthlutanir úr sjóðnum tengjast sérstaklega íslenskum menningarverkefnum í Finnlandi í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands:
- Hallaus/Huutomerkki, Helsinki, 750 Evrur
Til að gefa út þemahefti bókmenntatímaritsins Hallaus um Ísland.
- Kilpeläinen Atte, Helsinki, 2 500 Evrur
Til að bjóða Þórunni Ósk Marinósdóttur fiðluleikara og Sigurgeiri Agnarssyni sellóleikara til Finnlands til að halda tónleika með strengjakvartettinum Meta4.
Jafnframt var ákveðið að veita úr sjóðnum eftirfarandi styrki til að kynna íslenskar kvikmyndir í Finnlandi í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands 2018:
- Helsinki International Film Festival – Rakkautta & Anarkiaa ry, Helsinki, 1 000 Evrur
Til að kynna íslenskar kvikmyndir og kvikmyndagerðarmenn á „Helsinki International Film Festival – Rakkautta & Anarkiaa“ og hátíðinni „Finnish Film Affair.“
- Nordic Glory Festival ry, Jyväskylä, 1 000 Evrur
Til að kynna íslenskar kvikmyndir á kvikmyndahátíðinni „Arktisen Upeeta“ í Jyväskylä.
- Päijät-Hämeen elokuvakeskus ry, Lathi, 1 000 Evrur
Til að kynna íslenskar kvikmyndir á kvikmyndahátíðinni „Hyvää naapureista!“.
- Walhalla rf, Helsinki, 1 000 Evrur
Til að sýna íslenskar kvikmyndir um allt Finnland, með sérstakri áherslu á sýningar á finnskumælandi svæðum í strjálbýli.
Ferða- og tengslastyrkir:
- KRAN rf, Helsinki, 1 000 Evrur
Ferðastyrkur til að fara til Íslands til að kynna sér stöðu fíkniefnavandans á Íslandi með þátttöku í ráðstefnu í Reykjavík.
Bókmenntir og fjölmiðlar:
- Laaksonen Esa, arkitekt, Helsinki, 500 Evrur
Ferðastyrkur til að kynna sér nútímabyggingarlist á Íslandi.
- Lindberg Petter, blaðamaður, Helsinki, 500 Evrur
Ferðastyrkur til að fara til Íslands og sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík og kynna hátíðina á YLE með útvarpsfréttum, greinum á vef og lengri útvarpsþáttum.
- Oulun Sarjakuvaseura ry, Uleåborg, 500 Evrur
Til að bjóða íslenska teiknimyndahöfundinum Bjarna Hinrikssyni á alþjóðlegu teiknimyndahátíðina í Uleåborg 1.–3. desember 2017 og leiða þar listasmiðju í teiknimyndagerð.
- Peltoniemi Teuvo, blaðamaður, Helsinki, 1 500 Evrur
Til að skipuleggja námsferð til Íslands fyrir meðlimi í ‚Tekniikan journalistit Presstek ry‘ til að kynna sér íslenskt samfélag og skrifa greinar um Ísland.
- Saari Anni, ritstjóri, Räyrinki, 500 Evrur
Ferðastyrkur til að fara til Íslands og taka þátt í „Ung Nordisk Musik“ í Reykjavík,taka viðtöl við finnska og íslenska þátttakendur, og skrifa greinar um tengslin milli tónlistar og þjóðernis.
- Guðrún Sigurðardóttir, þýðandi, Reykjavík, 500 Evrur
Ferðastyrkur til að fara til Finnlands og undirbúa væntanleg þýðingarverkefni.
Tungumál, skóla- og menntamál:
- Kastu Riikka, tónlistarkennari, Esbo, 500 Evrur
Ferðastyrkur til að heimsækja Háskólann á Akureyri til að kynna sér skapandi og hagkvæmar aðferðir á sviði umönnunarstarfa.
- Åbo Akademi/Kulturanalys, Åbo, 1 500 Evrur
Ferðastyrkur til að skipuleggja námsferð til Íslands fyrir nemendur í menningarfræðum við Åbo Akademi.
Tónlist:
- Drom ry., Helsinki, 1 200 Evrur
Til að undirbúa og skipuleggja samstarf listafólks frá báðum löndum um tónleika í tengslum við sýningu um menningu Róma-fólksins.
- Ragnheiður Pálsdóttir, framleiðandi, Reykjavík, 750 Evrur
Til að bjóða Jori Hulkkonen og Jimi Tenor til sýningar á finnsku kvikmyndinni „Nuntius“ í Reykjavík.
- Åbo Modern ry., Åbo, 500 Evrur
Til að fara til Íslands og kynna sér hátíðina „Extreme Chill“ og framkvæma sameiginlegt tónlistarverkefni Íslendinga og Finna í raftónlist.
Sviðslistir, kvikmyndir:
- Työryhmä TamPre, Tampere, 750 Evrur
Ferðastyrkur til að sýna leikverkið „Vem ska trösta knyttet“ á Íslandi í tengslum við ráðstefnu sem íslenskir fjölskylduráðgjafar skipuleggja.
Myndlist:
- Ásdís Gunnarsdóttir, myndlistarmaður, Reykjavík, 500 Evrur
Til að stofna til samstarfs við Galleria Sinne og Pro Artibus í Helsinki um að sýna video-innsetningu og gefa út bók.
- Íslensk Grafík/Icelandic Printmakers Association, Reykjavík, 1 000 Evrur
Til að framkvæma sýningaskipti milli Åbo og Reykjavíkur til að vekja athygli á grafík sem listrænum miðli.
- Juni Communication & Production Oy, Helsinki, 1 200 Evrur
Til að skipuleggja „pop-up“ viðburð í Reykjavík til að kynna finnska fatahönnuði.
- Luhtasela Salla, hönnuður, Helsinki 750 Evrur
Ferðastyrkur til að þróa í samvinnu við Listaháskóla Íslands postulín úr hrossabeinum sem væri hægt að nota við listræna sköpun.
- Silence Project Yhdistys ry, Esbo, 1 200 Evrur
Til að undirbúa sýningarverkefnið „Silent Project í Reykjavík í samvinnu við Norræna húsið.
Nánari upplýsingar veitir:
Skrifstofa Menningarsjóðs Íslands og Finnlands
Hanaholmen – menningarmiðstöð fyrir Svíþjóð og Finnland,
Hanaholmsstranden 5,
02100 Esbo
Sími: +358 (0)9 435 020,
Tölvupóstfang: [email protected]