Hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum
Á vef Jafnréttisstofu, www.jafnretti.is, má finna upplýsingar um hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum. Þar kemur fram að hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi hefur aukist hægt og bítandi síðastliðna hálfa öld og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru konur rúmur þriðjungur sveitarstjórnarmanna. Á sama tíma hafði sveitarfélögum í landinu fækkað verulega og þau stækkað.
Konur í sveitarstjórnum voru 189 eftir kosningarnar 2006, eða 36% og karlar 340 eða 64%. Í fimm sveitarfélögum var engin kona kjörin í sveitarstjórn. Konur voru í meirihluta í 11 sveitarstjórnum eftir kosningarnar, en höfðu verið í meirihluta í 10 sveitarfélögum fyrir kosningar.
Sjá nánar hér á vef Jafnréttisstofu.