Ávarp ráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands
Sjúkdómar sem tengjast lífsháttum fólks og aðgerðir til að fyrirbyggja slíka sjúkdóma var umfjöllunarefni heilbrigðisráðherra á aðalfundi læknafélags Íslands sem haldið var 1. og 2. október. ,,Sykursýki, hjartasjúkdómar og stoðkerfissjúkdómar. Þetta verður allt að geigvænlegum heilbrigðisvanda hjá okkur, ef við grípum ekki til aðgerða nú, vanda sem mun reyna svo á greiðslugetu heilbrigðisþjónustunnar og hins opinbera að það verður afar erfitt að ná sömu sátt um lækningar þá og nú er ríkjandi um heilbrigðisþjónustuna" sagði ráðherra m.a. í ræðu sinni.