Fyrirlestur um Ísland fyrr og nú hjá Háskóla 3ja æviskeiðsins í Uppsala
Síðastliðinn mánudag hélt sendiherra Íslands, Estrid Brekkan, fyrirlestur innan fyrirlestraraðarinnar „Ástandið í heiminum vorið 2020“ fyrir Háskóla 3ja æviskeiðsins í Uppsala.
Háskóli 3ja æviskeiðsins í Uppsala telur um 4000 meðlimi og er opin öllum sem náð hafa 58 ára aldri eða hafa að öðrum ástæðum farið á eftirlaun fyrr á ævinni. Samtökin bjóða upp á ýmsa viðburði og tilfelli til símenntunar; fyrirlestraraðir, menningartengdar heimsóknir, ferðalög og fleira.
Fyrirlesturinn um Ísland, sem bar titilinn „Ísland fyrr og nú“ var sá fyrsti í röðinni í fyrrnefndri fyrirlestraröð og um 460 manns mættu á staðinn til að hlusta á sendiherrann segja frá íslenskum staðháttum, efnahag og samfélagsmálum. Færri komust að en vildu og augljóst að áhuginn á Íslandi er mikill.