Tilgangur ytra mats á skólum
Megintilgangur ytra mats á skólum er að fá heildarmynd af skólastarfinu eða einstökum þáttum þess eins og það er á hverjum tíma. Sjónum er beint að ýmsum þáttum í innra starfi skólanna, svo sem stjórnun, kennslu, þróunarstarfi, samstarfi og samskiptum í skólanum, námsárangri og tengslum skólans við samfélagið.