Hoppa yfir valmynd
5. október 2021 Utanríkisráðuneytið

Sjöunda hvert barn í heiminum með greinda geðröskun

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er eitt af hverjum sjö börnum og ungmennum á aldrinum 10 til 19 ára í heiminum er með greinda geðröskun. Þar kemur fram að á hverju ári taki um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf. Áhrif COVID-19 hafi gert slæmt ástand verra og ætla megi að neikvæð áhrif heimsfaraldursins á geðheilsu og líðan barna og ungmenna gætu varað í mörg ár. 

UNICEF segir í frétt að á sama tíma sé verulegt ósamræmi á milli þarfa barna og ungmenna og þess fjármagns sem varið er í geðheilbrigðismál á heimsvísu. „Að meðaltali er einungis 2,1% af útgjöldum ríkja til heilbrigðismála varið í geðheilbrigðismál,“ segir í fréttinni.

Þema skýrslunnar, State of the World‘s Children 2021, er geðheilbrigðismál og er hún ítarlegasta greining Barnahjálparinnar á geðheilsu barna, ungmenna og umönnunaraðila þeirra á þessari öld. Sérstök áhersla er lögð á hvernig áhætta og verndandi þættir á heimilum barna, í skólanum og úti í samfélaginu hafa áhrif á geðheilbrigði þeirra. „UNICEF sendir með skýrslunni skýrt ákall til ríkisstjórna heimsins um að grípa til alvöru aðgerða og fjárfestinga í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna þvert á svið, stórbæta aðgengi að snemmtækri þjónustu og upplýsingagjöf og vinna markvisst gegn fordómum gagnvart geðsjúkdómum.“  

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta