Heimsókn í Fischersetur
„Það er merkilegt hvernig persónulegur vinskapur Fischers við Íslendinga þróaðist og hélt árum saman og vert að halda sögu hans á lofti. Vináttan leiddi hann í skjól hér á landi þegar öll önnur sund virtust lokuð. Framtíð skákarinnar á Íslandi er björt, og ungt skákfólk, bæði stelpur og strákar, setjast einbeitt við skákborðið í skólum, skákfélögum og heima við, og takast á við það verkefni að ljúka hverri skák. Og hugmyndaríki manna eins og Bobby Fischer mun lifa í sögunni.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í ávarpi sínu.