Vinnuréttardagur
Fjallað verður um vinnurétt á málþingi Rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttismála í Háskólanum á Bifröst föstudaginn 4. maí næstkomandi. Rannsóknasetrið stendur að vinnuréttardeginum í samstarfi við Vinnuréttarfélag Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst. Fjölmargir fyrirlesarar taka til máls og fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar.
Nánari upplýsingar má finna hér og um dagskrá og fyrirlesara á málþinginu hér.
Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála var stofnsett formlega 28. maí 2005. Þann dag undirrituðu félagsmálaráðherra og rektor Háskólans á Bifröst (þá Viðskiptaháskólans á Bifröst) samkomulag um stofnun setursins. Markmið þess er að efla kennslu, rannsóknir og ráðgjöf á sviði vinnuréttar og jafnréttismála á vinnumarkaði og styrkja þannig stefnumótun á þeim sviðum.