Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Íslendingar með næst flestar undirskriftir miðað við höfðatölu

Evrópusamtök fatlaðra EDF tilkynntu í fyrri viku að þrjú lönd hefðu náð markmiðum um lágmarksfjölda undirskrifta til stuðnings jafnréttisbaráttu fatlaðra. Þau eru Belgía, Ísland og Lúxembúrg.

ÖBÍ á sæti í stjórn EDF sem eru regnhlífarsamtök 50 milljóna fatlaðra í Evrópu. Tæplega 100.000 undirskriftir hafa nú safnast í 29 aðildarlöndum EDF en markmiðið er að afhenda eina milljón undirskrifta á 10 ára afmæli EDF í október nk. ÖBÍ hvetur þá sem ekki hafa tekið þátt að skrá nafn sitt á meðfylgjandi slóð og leggja þar með sitt af mörkum til jafnréttisbaráttunnar í Evrópu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta