Hoppa yfir valmynd
29. september 2016 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing undirrituð á ráðherrafundi í Washington

Markmið fundarins var að efla samstarf ríkja um rannsóknir og vöktun á Norðurheimsskautinu.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ásamt fulltrúum 22 annarra ríkja, Evrópusambandsins og íbúa á Norðurheimskautssvæðinu undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu að loknum ráðherrafundi Hvíta hússins um vísindi á Norðurslóðum í boði ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherrar vísindamála frá öllum heimshornum hittust til að ræða sérstaklega um aukið rannsóknasamstarf um Norðurslóðir.

Í yfirlýsingunni eru teknar saman niðurstöður og áform í þeim efnum sem rædd voru sérstaklega á fundinum:

1. Breytingar á loftslagi og náttúru á Norðurslóðum sem talið er að muni hafa mikil áhrif bæði þar og annars staðar á jörðinni og þau úrlausnarefni sem vísindamenn standa frammi fyrir í þeim efnum.

2. Leiðir til að efla vöktun á norðurskautinu og hvernig opna megi aðgang að gagnasöfnum sem til staðar eru í ríkjunum.

3. Hagnýting rannsókna til að efla möguleika íbúa á Norðurslóðum til að bregðast við og aðlagast breytingum.

4. Aðgerðir til að efla menntun á sviði vísinda, tækni, verk- og stærðfræði, jafnt innan sem utan Norðurskautssvæðisins, til að styrkja möguleika íbúa til að takast á við framtíðina, taka þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku, og til að efla sjálfbæra þróun.

Sameiginleg yfirlýsing um aukið rannsóknasamstarf um Norðurheimskautið

Yfirlýsingin á vef Hvíta hússins

Nánari lýsing á niðurstöðum fundarins og verkefnum

Ráðherrafundur Hvíta hússins um vísindi á Norðurslóðum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta