Hoppa yfir valmynd
5. maí 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Öryrkjabandalagið hefur snúið samfélaginu til skilnings á skyldum þess

Öryrkjabandalagið hefur beitt sér fyrir réttindum félagsmanna sinna, oft í miklum mótvindi og afreksverkið er að snúa öllu samfélaginu til skilnings á eigin skyldum sínum vilji það á annað borð rísa undir sæmdarheitinu mannréttindaþjóðfélag. Í því birtist í hnotskurn réttindabarátta Öryrkjabandalagsins í fimmtíu ár.

Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal annars í ávarpi sínu á afmælisfagnaði Örykjabandalagsins nú í kvöld. Ráðherra sagði að þannig hefði Öryrkjabandalag Íslands breytt okkur öllum til betri vegar, hvar í félögum og bandalaögum sem við stæðum. ,,Öryrkjabandalagið hefur lagt þung lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að mannréttindasamfélagi, og þar með betra þjóðfélagi til að fæðast inn og búa í.
Fyrir þetta vil ég þakka.”

Þá sagði ráðherra Öryrkjabandalagið skipa heiðurssess í huga sér; bandalagið væri afrek í sjálfu sér, samansett af gerólíkum félögum og félagasamtökum sem ættu það sameiginlegt að berjast fyrir mannréttindum allra þegna samfélagsins. ,,Öryrkjabandalagið er bandalag mjög ólíkra félaga sem hafa það hlutverk að verja félagsmenn sína sem eiga það þó sameiginlegt að þurfa á vörn að halda. Örykjabandalagið er þannig, í vissum skilningi, vörn um veikleika.”

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta